1.3.2009 | 21:38
Nýir valkostir
Nýir valkostir eru á leiðinni, ný framboð eru að fæðast.
Stundin nálgast þar sem hver og einn þarf að líta í eigin barm og taka ákvörðun um hvort hann eða hún er tilbúin til að taka áhættuna af því að kjósa ný nöfn og nýja lista í von um breytingar eða hvort merkja skuli við gamla bókstafinn og vona það bara besta.
Nú er spurning hvort viljinn til breytinga er raunverulegur eða bara í nösunum á okkur. Hér hefur fólk mætt í stórum hópum, barið potta sína og pönnur og krafist breytinga.
Og hvaða breytingar eru það sem almenningur vill ?
Háværust hefur krafa um að menn axli ábyrgð á verkum sínum. Þar eru helst nefndir fjáraflamenn, stjórnendur eftirlitsstofnanna og stjórnmálamenn. Hingað til eru það eingöngu stofnanamennirnir sem hafa þurft að hætta, fjáraflamennirnir þurfa að eiga við sína samvisku en okkar vald felst í pólitíkinni og hverja við viljum þar.
Og þar er stóra spursmálið. Vijum við áfram þessa karaktera sem virðast álíta sig yfir gagnrýni og ábyrgð hafna eða viljum við taka séns á fólki sem kemur allstaðar að úr þjóðfélaginu þ.e. er hluti af áðurnefndum almenning og er tilbúið til að leggjast á árarnar og koma hér á réttlátu þjóðfélagi sem byggir á almennum siðferðisgildum í stjórnsýslu og viðskiptum ?
Ég segi að við eigum að gefa núverandi og fyrrverandi stjórnmálamönnum frí næsta kjörtímabil meðan fólk með óbrenglað siðferði kemur skikk á þetta þjóðfélag okkar í sátt við almenning og fyrirtæki. Tímann geta þeir notað til að reyna að sjá raunveruleikann án flokksgleraugnanna því ég er viss um að flest þetta fólk er með nokkuð óbrenglaða skynsemi þegar flokkshollustunni sleppir.
Gefum flokkseigendafélögunum skýr skilaboð í næstu kosningum, við viljum breyttar leikreglur og við viljum að það sé sanngjarnt gefið í spilinu sem við þurfum öll á einn eða annan hátt að taka þátt í
Um bloggið
Hjalti Tómasson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- laufabraud
- bjarnihardar
- bjorni0
- gattin
- hjolagarpur
- isfeldid
- ea
- fhg
- neytendatalsmadur
- gun
- rattati
- hordurjo
- jonsullenberger
- credo
- klerkur
- lydurarnason
- marinogn
- netauga
- omarragnarsson
- huldumenn
- svarthamar
- leitandinn
- siggi-hrellir
- zunzilla
- steinn33
- svanurg
- saemi7
- toshiki
- tomasellert
- thorhallurheimisson
- toro
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst sem það þurfi að breyta þessu kosningakerfi algerlega. Burt með flokkakosningar og inn með einstklingskosningar. Menn geta verið í flokkum ef þeir vilja en einungis væri hægt að krossa við ca 3 nöfn manna, ekki flokka. Þeir sem flest atkvæði hlytu væru svo kosnir á þing. Með því að viðhalda flokkakosningum erum við einungis að viðhalda núverandi kerfi og við höfum nú séð hvað landinn er tamur í taumi. Breytingar gerast ekki meðan núverandi kerfi er við lýði. Til þess er flokkshollustan (og tilbeiðslan á ákveðnu fólki) of sterk.
Heimir Tómasson, 1.3.2009 kl. 21:44
Satt, en í núverandi kerfi bíður ekki upp á annan kost og ekki er að sjá að flokksklíkurnar ætli að láta undan þrýstingi almennings. Auðvitað á að taka upp persónukosningar en ef núverandi flokkar eru ekki tilbúnir til breytinga þá þarf kannski að aðstoða þá við að taka ákvörðun.
Hjalti Tómasson, 1.3.2009 kl. 23:50
Já gefum þeim frí ! Ég er alveg búin að fá nóg af þessu liði .. halda þau að þau séu ómissandi .. ég segi nei! Og að horfa viðtal Elínar Hirst við Ingibjörgu Sólrúnu, úff ! Sárgrætilegt ! Hún er stundum eins og kvengerfingur af Davíð Oddsyni. (Ekki þar fyrir ég óska henni alls góðs eins og öllu veiku fólki ).
Hvað á lengi að móast við ? Þetta fólk þarf að læra að treysta öðrum ..láta aðra taka við.(netauga), 2.3.2009 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.