Leiðtogar óskast

Okkur skortir leiðtoga.

Okkur skortir fólk með kraft, áræði og trúverðugleika til að leiða þjóðina gegnum þessa erfiðu tíma.

Þessir leiðtogar eru örugglega til og ef stjórnmál á Íslandi væru eins og hjá siðuðum þjóðum þá sæjum við þetta fólk í æðstu stöðum. Gallin við stjórnmálin hér eru hinsvegar þau að fólk með óbrenglaða siðferðiskennd og réttsýni og reynslu af alvöru vinnubrögðum á ekki upp á pallborðið í íslensku flokkakerfi. Sumt af þessu fólki hefur ekki áhuga á að láta bendla sig við baktjaldamakk og hrossakaup stjórnmálanna, til þess er það of vant að virðingu sinni.  Það rekst gjarnan illa í flokki, hefur skoðanir sem jafnvel geta verið á snið við flokkslínuna og því ekki á það að treysta í atkvæðagreiðslum. Þetta fólk er að finna í öllum stéttum þjóðfélagsins og allstaðar aflandinu, eru bændur, sjómenn, kennarar, bílstjórar eða reka fyrirtæki. Þetta fólk á það sammerkt að trana sér ekki fram, vill ekki selja sálu sína fyrir bitlinga eða von um að komast að kjötkötlunum heldur sinnir sínum störfum af trúmennsku og atorku og drífur aðra með sér. Það er hlustað á þetta fólk heima í héraði, gjarnan fengið til að taka að sér ábyrgðastörf í sínum félagsskap eða innan sinnar stéttar og nýtur trausts allra sem til þeirra þekkja. Þetta er fólkið sem við þurfum í dag, ekki á forsendum flokkspólitíkurinnar eða sérhagsmuna heldur af því að þjóðin þarfnast þeirra.

Því miður er það þannig í dag að þeir sem helst eiga möguleika á að komast til áhrifa í íslenskri pólitík eru annarsvegar þeir sem flokksforystan treystir best og eða eru bestir í að koma fyrir sig orði og duglegastir við að koma sér í fjölmiðla til að fá auglýsingu. Án þess að alhæfa um of þá er greinilegt að alltof margir okkar pólitísku leiðtoga hafa litla reynslu af hinu daglega amstri sem stærstur hluti þjóðarinnar sinnir, í það minnsta eiga þeir erfitt með að setja sig í okkar spor, um það vitna vinnubrögðin á alþingi undanfarið best.

Köllum það fólk til starfa sem við treystum, ekki þá sem okkur er sagt að treysta. Það ætti að vera ein helsta lexían að læra af óstjórn ug sukki síðustu ára og áratuga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Tómasson

Höfundur

Hjalti Tómasson
Hjalti Tómasson
Höfundur er þröngsýnn og gamaldags miðaldra kótelettukarl sem saknar daganna þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og enginn hafði vit á fótbolta nema Bjarni Fel.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 501

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband