Matrix heilkennið

Við eru alltaf að spyrja: Hvað gerðist eiginlega ? Afhverju erum við í þessari slæmu stöðu ?

Við viljum setja allskyns batterý af stað til að rannsaka bankakreppuna, rannsaka hrunið og svo framvegis. Það þarf ekki lengur.

Ég er búinn að finna skýringuna á sofandahætti leiðtoga vorra og stjórnenda hinna ýmsu stofnanna sem við höfum til þessa treyst í blindni fyrir hag okkar og velferð.

Svo virðist að hér sé á ferðinni svokallað Matrix heilkenni. Þessu fyrirbæri hefur til þessa helst verið lýst í æsikvikmyndum og svo hafa einstöku sértrúarhópar einnig haldið þessari kenningu á lofti en gjarnan verið afskrifaðir sem hópar af rugludöllum, gott ef ekki bara geðveikir. En rannsóknir mínar hafa leitt í ljós að sennilega hafa menn haft nokkuð til síns máls.

Þetta heilkenni lýsir sér þannig að menn komast smám saman í ástand sem ekki er ólíkt vökudraumi nema hvað menn verða ekki utangátta og úti á þekju eins og gjarnan vill verða með fólk sem dreymir dagdrauma heldur virðist sem menn fari að lifa gjörvöllu lífi sínu í samræmi við drauminn og loki þar með á að það sem aðrir kalla raunveruleika. Ekki er að sjá að þetta sé meðfæddur galli því framan af aldri er þetta fólk eðlilegt og greindin jafnvel heldur hærri en gengur og gerist. Til dæmis er ekki hægt að tengja ástandið við skólagöngu eða búsetu. Helst er að hægt sé að tengja þau við þáttöku í félagsstarfi ýmiskonar svo sem stjórnmálastarfi, íþróttastarfi eða verkalýðsmálum sem menn leiðast gjarnan í á seinni unglingsárum. Körlum virðist hættara en konum en þó eru konur úr þessum hópi ekki óþekktar og sumar töluvert áberandi.

Ekki er erfitt að koma auga á sum einkennin. Nægir að nefna eitthvað sem allir þekkja t.d. ; KR eru bestir eða bankarnir eru í sterkri stöðu eða þá eitthvað enn fráleitara eins og, seðlabankastjóri, fínn kall. ( það eru til einstaklingar sem hafa heyrst hrópa allt þrennt en þeim er ekki við bjargandi og þarf hreinlega að loka inni ) Þetta er einsog allir sjá, þvert á raunveruleikann.

Þetta þarf ekki að vera svo alvarlegt í daglegu amstri og verður fyrst hættulegt þegar þessir einstaklingar komast í valdastöður. Þetta fólk sér og skynjar hlutina á allt annan hátt en aðrir. Það er til dæmis ekki óalgengt að heyra sjúklinga úr fjármálageiranum tala um tugi milljarða eins og við ræðum um skiptimynt og að kaupa t.d. banka fyrir þetta fólk er álíka og fyrir okkur hin að kaupa bíl. Þeir sem eru á stjórnmálasviðinu heyrast gjarnan tala um ábyrgð og reynslu en við megum ekki gleyma því að þar er ekki sami skilningur og almennt ríkir um þessi hugtök. Íþróttasjúklingarnir eru síðan svolítið sér á parti ( meira að segja í þessum hóp ) og skal ekki fjölyrt frekar. Önnur einkenni sem erfiðara er að koma auga á eru ofurtrú á yfirburði flokksins ( eða félagsins síns ) ofsóknaræði sem kemur þó helst í ljós ef á móti blæs og hefnigirni virðist fylgja þessum sjúkdómi.

En þessi sjúkdómur kemur ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti. Til staðar þurfa að vera ákveðin undirliggjandi þættir til að þessi sjúkdómur nái að festa rætur. Einstaklingur þarf að vera haldin geðveilu á vægu stigi svosem vott af mikilmennskubrjálæði, snert af siðblindu, háður sterkum leiðtoga og fleira mætti nefna. Þeir sem ekki hafa téða undirliggjandi kvilla ná sér gjarna fljótt ef þeir átta sig í tíma.

Þetta er í stuttu máli skýring á ástandinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Já, en þú klikar algerlega á einu Hjalti minn. Það er engin skeið. Og þar afleiðandi verður ekkert nú. Eða var það að það er enginn styrkur? Það var allavegana eitthvað.

Aaahhhh, það er enginn LEIÐTOGI. Þar kom það. En leiðtogarnir hafa hingað til ekki fengist við annað en að skófla til sín og sinna. Svo að kjarni málsins er; Það er skeið.

Þar fór í ver. Nú vantar Nemo, eða hvaðhannafturhét.

Heimir Tómasson, 12.2.2009 kl. 04:58

2 Smámynd: arnar valgeirsson

það eru nokkur atriði kórrétt. siðblindan verður algjör og að segja að KR séu bestir bendir til þess að viðkomandi er í annari vídd.

en sjúkdómur þessi tengist frjálshyggju algjörlega þó hann kroppi í bossann hjá nokkrum í félagshyggjunni. þó ekki mörgum sem betur fer.

og til að sýna hvað þetta lið er ótrúlegt og ekki í tengslum við íslenskan raunveruleika, þá var eitt sinn viðtal við bjarna ármanns í fréttunum þegar hann var bankastjóri. hann lét dæluna ganga um hvernig hægt væri að eignast peninga og það áttu allir að gera með því að leggja eitthvað til hliðar um hver mánaðarmót og kaupa sér bréf.

"ekki endilega svo mikið, kannski bara fimmtíuþúsund á mánuði og þá verður maður vel stæður fljótlega"

og fréttamaðurinn bara jánkaði eins og í leiðslu og fattaði ekki að segja að venjulegt fólk ætti ekki fimmtíuþúsund svona afgangs um mánaðarmótin.

það er töluvert síðan og ég man að þá átti ég kannski fimmþúsundkall afgangs, fyrir mat. og sjitturinn, hefur ekki lagast mikið síðan.....

arnar valgeirsson, 12.2.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Tómasson

Höfundur

Hjalti Tómasson
Hjalti Tómasson
Höfundur er þröngsýnn og gamaldags miðaldra kótelettukarl sem saknar daganna þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og enginn hafði vit á fótbolta nema Bjarni Fel.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband