Bréf bankastjóranna

Ég var að lesa bréf bankastjórann í heild sinni og finnst það merkileg lesning í ljósi aðstæðna.

Davíð Oddson er sjálfum sér líkur og sýnir í hnotskurn hvaða hug hann ber til lands og þjóðar. Hans persóna skal koma fyrst, síðan rest.

Um bréf Davíðs ætla ég ekki að fjölyrða frekar, tel reyndar að hann hefði getað sparað seðlabankanum pappírinn því efni þess er hægt að draga saman í eina setningu : Þegiðu kelling !

Um skriftir hinna vil ég segja.

Ég get vel skilið að þeir séu ekki sammála því mati að þeir séu ekki réttu mennirnir í þessa stóla. Þetta er hinsvegar ekki spurning um þeirra persónulegu skoðun. Þetta er spurning um hvort og þá hvernig við ætlum að byrja á að vinna okkur út úr þeirri slæmu stöðu sem við erum í.

Ef draga má saman í stuttu máli álit sérfræðinga, erlendra og innlendra, þá er ljóst að fyrr en við endurvekjum einhvern vísi að trausti á stjórn peningamála í landinu er tómt mál að tala um samninga um stöðu okkar. Fram hefur komið að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn virðist ekki treysta okkur til að taka eina einustu ákvörðun upp á okkar einsdæmi, samningurinn við þá hljóðar upp á að öllum ákvörðunum skuli rennt þar í gegn til samþykktar eða synjunar ( gjaldeyrishöft, vaxtastig oflr. ) Forstöðumenn erlendra peningastofnanna koma fram hver á eftir öðrum ( í erlendum fjölmiðlum ) og tjá sig um stöðu okkar og í gegn skín að þeir hafa ekki trú á neinum þeim aðgerðum sem ræddar eru hér heima þ.e. þeir treysta okkur ekki. Það vantar bara að Evrópusambandið taki ákvörðunina fyrir okkur um inngöngu. Erlendir ráðamenn ríkja sem þó hafa líst yfir vilja til að hjálpa okkur læðast eins og kettir kringum heitann graut þegar kemur að því að tjá sig um þá hjálp. Það eru einna helst Norðmenn sem sýnt hafa sig líklega til að gera eitthvað jákvætt en þó með ströngum skilyrðum. Í stuttu máli, okkur er ekki trúað þó við bjóðum góðann daginn

Um þetta snýst deilan um seðlabankann, ekki hvort seðlabankastjórar séu ráðnir til svo og svo margra ára. Hún snýst heldur ekki um hvort seðlabankinn sé sjálfstæð stofnun eða ekki. Margir hafa verið sviptir sjálfræði fyrir minni sakir en bornar eru upp á þá menn sem nú sitja þar.

Þetta verða bankastjórar að skilja. Telji þeir á sér brotið hafa þeir ýmsar leiðir til að leita réttar síns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Tómasson

Höfundur

Hjalti Tómasson
Hjalti Tómasson
Höfundur er þröngsýnn og gamaldags miðaldra kótelettukarl sem saknar daganna þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og enginn hafði vit á fótbolta nema Bjarni Fel.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 524

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband