Vantraust

Óðum styttist í kjördag og maður er strax farinn að hlakka til. Eða hvað. Er til einhvers að hlakka ?

Manni sýnist á flestu að alltof litlar breytingar ætli að verða á útliti flokkslistanna. Megnið af því liði sem þátt tók í bullinu síðustu ár, ýmist með þögn, þáttöku eða samþykki er búið að tilkynna framboð sitt og margir undir þeim formerkjum að þeir vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar til endureisnar.

Ja það er nefnilega það !

Er þetta það sem við viljum ?

Höfum við einhverja ástæðu til að trúa því að þessu fólki sé alvara ?

Ef við leiðum hugann sem snöggvast að því hvernig þessum einstaklingum hefur farnast við stjórn landsins á undanförnum árum þá er ekki skrítið þó maður sé svolítið efins. Svo þegar við bætist að engum, ekki einum, hefur þótt ástæða til að útskýra gerðir sínar eða biðjast afsökunar á sinni hlutdeild, jafnvel þó í litlu sé, er svo sem eðlilegt maður fái vont bragð í munninn. Að auki gera þeir sig seka um að eyða dýrmætum tíma, nú meðan heimilin og fyrirtækin brenna, í að þrasa um lítilsverða hluti í sama sal og þeir segjast eftir næstu kosningsr ætla að taka til hendinni í og byggja upp.

Trúverðugt ?

En þetta er dásemdin við lýðræðið margumtalaða. Allir geta verið með. Meira að segja þeir sem eru búnir að ....... langt upp á bak eru gjaldgengir. Ef ég man rétt þá ber frambjóðendum meðal annars að hafa kosningarétt og óflekkað mannorð. Jahá, dæmi hver fyrir sig. Eins og margoft hefur komið fram þá er ábyrgðartilfinning og flekkleysi stjórnmálamanna háð öðrum lögmálum en gerist hjá siðuðu fólki.Í raunveruleikanum er sá sem grunaður er um stórfellt misferli í starfi er ekki líklegur til að hljóta annað samskonar starf hafi hann þurft að hætta annarstaðar þess vegna, jafnvel þó sök sannist ekki. Hann í það minnsta rýrir möguleika sína umtalsvert því hann þykir ekki trúverðugur. Þetta gildir ekki um stjórnmálamenn. Ef þú ert ekki beinlínis dæmdur þá skiptir ekki máli hvernig þú hefur rækt þitt starf svo framarlega sem þú hafir ekki lent upp á kant við flokkinn þinn. Ég hvet fólk til að vera á varðbergi og ekki láta teyma sig eins og hlýðna sauði í kjörklefann til að setja x-ið sitt á réttan stað.

Það eru önnur framboð í bígerð og þar veit ég að áherslurnar eru aðrar en þær sem fjórflokkarnir hafa fram að færa. Mikið er unnið þessa dagana í að finna hæfa einstaklinga til að bjóða sig fram og ég fullyrði að þar verður margur góður kostur í boði.

Ég lýsi vantrausti á fjórflokkana, vantrausti sem byggir á staðreyndum sem öllum eru ljósar nema þeim sem helst ættu að taka gagnrýnina til sín. Þeir eru blindir á eigin galla og verður ekki bjargað héðan af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Heyr heyr.

Heimir Tómasson, 25.2.2009 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Tómasson

Höfundur

Hjalti Tómasson
Hjalti Tómasson
Höfundur er þröngsýnn og gamaldags miðaldra kótelettukarl sem saknar daganna þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og enginn hafði vit á fótbolta nema Bjarni Fel.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband