Aðrir möguleikar ?

Umræðan um ESB hefur nánast öll verið á einn veg, með eða á móti aðild. Kostir og gallar hafa lítt verið ræddir nema í upphrópunarstíl. Misvísandi fréttir um aðgengi berast frá Brussel og stjórnmálamenn tvístígandi, helst að afstaðan mótist af síðustu skoðanakönnun.En eru kannski aðrir kostir í stöðunni ?Því ekki að líta til austurs og sjá hvaða möguleikar liggja í að halla sér að Asíuþjóðum eins og Indlandi eða Kína ?Þar eru stærstu ónýttu hagkerfi heims í dag og sérfræðingar telja að þungamiðja heimsviðskipta muni í auknum mæli færast þangað á komandi árum. Jafnvel er talið að í kjölfar núverandi kreppu muni þessi ríki taka að sér æ stærra forystuhlutverk í viðskiptalífinu og verða þau stórveldi sem Bandaríkin og Evrópusanbandið eru í dag. Jafnframt tel ég að sú framleiðsluhugsun sem þar ríkir eigi betur við okkur Íslendinga en það loftbólukerfi sem við áður tókum fullan þátt í með sorglegum afleiðingum.Við eigum nú þegar gott samband við bæði þessi ríki og viðskipti okkar þangað hafa aukist jafnt og þétt. Hvaða ókönnuðu möguleikar liggja þar ?Ég er ekki hagfræðingur eða viðskiptamenntaður en hér er hugmynd:Ef við setjum nú upp þá stöðu að við göngum ekki í ESB heldur stöndum ein en í myntsamstarfi við öfluga evrópuþjóð eins og t.d. Noreg sem virðist ætla að standa kreppuna tiltölulega vel af sér, en beinum viðskiptasamböndum okkar í auknum mæli til austurs. Í heimi nútímaviðskipta er heimurinn lítill og mun minnka enn á komandi árum ( með nýjum siglingaleiðum, nýrri flutningatækni osfr. )Við gætum notið þess að kljúfa okkur út úr hefðbundinni hugsun í viðskiptum og vera fyrst til að bjóða þjónustu okkar og framleiðsluvörur markvisst í þá átt.Viðskiptaveldi Bandaríkjana riðar til falls og mun í besta falli verða í mörg ár að jafna sig, viðskipti við ESB eru bundin allskyns lögum og höftum sem við ættum í mörgum tilfellum erfitt með að standa undir og sætta okkur við. Asíuríkin vilja og hafa sótt í meiri viðskipti við vesturlönd.Við erum vissulega örþjóð í fleiri en einum skilningi en við höfum kunnáttu og reynslu sem þá vantar, auk auðlinda sem gætu skipt töluverðu máli fyrir þessi ríki og öllu máli fyrir okkur.Ég slæ þessu fram svona til að opna á umræðu um fleiri möguleika en áður hafa verið ræddir.Sjálfsagt eru fleiri möguleikar í stöðunni en umfram allt, pössum okkur á að festast ekki í þrasi og tuði um afmarkaða hluta tilverunnar, lítum upp úr volæðinu og skoðum hvað veröldin hefur upp á að bjóða. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Hjalti.

Þetta eru ekki vitlausar hugmyndir hjá þér og kannske í hnotskurn hvers vegna t.d. ég er á móti ESB-aðild.  Þá gætum við ekki samið við þessar þjóðir beint með okkar hagsmuni að leiðarljósi, heldur þyrftum við að taka upp stefnu sambandsins.  Ég er alveg sammála því að auka viðskipti við austurlönd og það gerum við bezt sem sjálfstæð þjóð, utan ESB.

Hafðu þökk fyrir þetta.

Sigurjón, 18.2.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: arnar valgeirsson

heyr heyr... ekki pælt í þessum vinkli en ég er skeptískur á esb aðild og evru, hrikalegt batterý og ekki hafa allar þjóðir farið vel út úr þeim bissniss. t.d. hækkar allt ótrúlega þegar evran er tekin upp.

treysti steingrími ágætlega og hans pælingum um noreg, frekar stabílt en þó virðist sem hnötturinn sé meira og minna á hliðinni eins og er.

allavega erum við á hliðinni, bigtæm, og evra og alþjóða gjaldeyrissjóðurinn held ég að sé gálgafrestur. skítt hvað frjálshyggjan og svo fáir einstaklingar geta staðið fyrir stórum bömmer. 

arnar valgeirsson, 18.2.2009 kl. 19:51

3 identicon

Sæll Hjalti

Ég hef fram undir þetta verið frekar mótfallinn því að sækja um Evrópusambandsaðild en hef sannfærst um að við eigum að láta á það reyna hvort við fáum viðunandi samning osfrv.  Hins vegar er það rétt hjá þér að Asía er á dagskrá þegar kemur að viðskiptum en ég er ekki viss um að við fengjum betri samninga einir og sér heldur enn í samfloti við Evrópu.

Hörður J. Oddfríðarson 19.2.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Tómasson

Höfundur

Hjalti Tómasson
Hjalti Tómasson
Höfundur er þröngsýnn og gamaldags miðaldra kótelettukarl sem saknar daganna þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og enginn hafði vit á fótbolta nema Bjarni Fel.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband