Barnalegt ?

Eftir að vera búinn að fylgjast með umræðunni upp á síðkastið rann allt í einu fyrir mér ljós !

Nú erum við í rúma 100 daga búin að hlusta og horfa á ráðamenn, bankamenn, embættismenn sverja af sér allt sem við kemur bankahruninu og eins og frægt er orðið að endemum þá er nú ljóst að engin ber ábyrgð á neinu ef marka má orð þeirra og æði.

Þó allir þessir aðilar hafi á einn eða annan hátt verið staðnir að verki með lúkuna á kafi í kökukrukkunni þá þá sverja þeir allt af sér. Ég gerði það ekki er svarið.

Ég á dóttur sem frá unga aldri virtist aldrei geta gert sér grein fyrir orsökum og afleiðingu. Þó hún væri staðin að verki við einhverja óknytti þá kom svarið alltaf það sama og með því fylgdu tvö stór blá augu; Ég gerði það ekki. Einnig var greinilegt að hún var alls ófær um að hafa stjórn á einföldustu aðstæðum í umhverfi sínu. Þetta er kannski ekkert óalgengt með ung börn en þetta hélt áfram eftir að hún fór að komast til vits. Við foreldrar hennar höfðum að sjálfsögðu af þessu stórar áhyggjur og veltum mikið fyrir okkur hvað væri eiginlega að barninu.

Seinna kom svo í ljós að hún var með athyglisbrest og ofvirkni auk smávægilegra þroskafrávika ( eins og það heitir á fagmáli )

Og þarna kom ljósið yfir mig.

Ætli þetta lið sé allt með ofvirkni ? Og Athyglisbrest ? Og kannski þroskafrávik ?

Maður spyr sig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Nei - dóttir þín hefur eðlilega afsökun, það hafa hinir ekki.

Það er eðlilegt að þessir vesalingar reyni að bera af sér sök en það gengur ekki.

Það er komið nóg af þessum svokölluðu leiðtogum sem þakka sér allt sem vel fer en kenna öðru um ef illa fer.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 23.1.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Tómasson

Höfundur

Hjalti Tómasson
Hjalti Tómasson
Höfundur er þröngsýnn og gamaldags miðaldra kótelettukarl sem saknar daganna þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og enginn hafði vit á fótbolta nema Bjarni Fel.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband