Langferðin hefst á einu skrefi.....

Hæ.

Ég hef ákveðið að láta ljós mitt skína hér á þessum vettvangi í von um að einhver taki eftir því sem ég segi.

Það hlustar enginn á mig heima eða í vinnunni og því er þetta síðasti sénsinn á að fá athygli.

Ég er búinn að reyna að vera í félagsmálum, íþróttum, pólitík og Lions en allstaðar sama sagan, enginn hlustar. Samt finnst mér heilmikið vit í því sem ég hef fram að færa. Ég hef til dæmis töluvert vit á stjórnmálum, kynjafræðum, fótbolta, barnauppeldi, hagfræði, skák og flibbahnöppum frá því fyrir fyrra stríð. Svo hef ég líka verið að kynna mér útsaum og veit orðið ansi mikið um hann.

Þetta er fátt eitt af því sem mig langar að tjá mig um hér í bloggheimum.

Annars er ég að bíða eftir flugi til Köben og verð því að láta frekari skrif bíða þar til ég kem aftur eftir hálfan mánuð en þá er ég viss um að ég veit orðið allt um Danmörk og dönsk málefni. Gott ef ég verð ekki orðinn altalandi á gamla móðurmálinu


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Tómasson

Höfundur

Hjalti Tómasson
Hjalti Tómasson
Höfundur er þröngsýnn og gamaldags miðaldra kótelettukarl sem saknar daganna þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og enginn hafði vit á fótbolta nema Bjarni Fel.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 556

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband