Eru stjórnvöld meðvirk ?

Ég renni oft yfir bloggið til að fylgjast með umræðunni og fá fleiri fleti á málefnum en birtast í einlitri og yfirborðskenndri umfjöllun fjölmiðla.

Eitt las ég í morgun, ekki á einu, heldur á tveimur bloggsíðum sem fékk mig til að hugsa.

Meðvirkni.

Því var haldið fram á þessum tveimur síðum að stjórnvöld væru meðvirk með  fjármálafyrirtækjunum og bönkunum. Það sýndu aðgerðir og eftir atvikum, aðgerðaleysi í flestu því sem viðkemur þessum fyrirtækjum.

Ég fletti orðinu meðvirkni upp á Google og á doktor.is er skilgreiningin m.a  þessi:

Meðvirkni byrjar sem eðlileg viðbrögð við óeðlilegu ástandi. Meðvirkur einstaklingur hefur lært ákveðið hegðunarmynstur og aðlagað sig að þeim aðstæðum sem hann býr við með því t.d að taka ekki ábyrgð á ástandinu og koma sér út úr sjúklegum aðstæðum heldur aðlaga sig að þeim.

Minnir þetta nokkuð á fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnir ?

Gæti verið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Meðvirkni er merkilegt fyrirbæri. Alþekkt er meðvirkni t.a.m. maka drykkjufólks. Þar er allt í bullandi lagi og ekkert að. Þótt kallinn taki túra og stúti húsgögnum og fjölskyldumeðlimum, þá er þetta bara eitthvað sem er bara og ekkert að því. Það er fyrst þá þegar frúin er eitthvað farin að láta á sjá af blíðuhótunum sem að - kannski - er eitthvað gert, oftast nær samt bara talað.

Minnir þetta nokkuð á kjósendur? 

Heimir Tómasson, 18.8.2010 kl. 23:38

2 Smámynd: Heimir Tómasson

En velkominn aftur fram á ritvöllinn. Búinn að sakna þín hérna.

Heimir Tómasson, 18.8.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Tómasson

Höfundur

Hjalti Tómasson
Hjalti Tómasson
Höfundur er þröngsýnn og gamaldags miðaldra kótelettukarl sem saknar daganna þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og enginn hafði vit á fótbolta nema Bjarni Fel.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband