Óperugagnrýni sveitamannsins

Fór einu sinni í óperuna og sá Il Trovatore.Frábær sýning.Söguþráðurinn ekkert til að hrópa húrra yfir og allt á útlensku en lögin ágæt.Söguþráðurinn er einhvernveginn svona:Aðalgaurarnir eru tveir dúddar, sem eru bræður en vita það ekki. Manrico er einhverskonar auðnuleysingi en hinn, Luna greifi er, ja greifi. Maður með framtíð. Sem Manrico er ekki af byrjuninni að dæma enda kemur í ljós að hann á enga framtíð.Þeir eru báðir hrifnir af sömu konunni, Leonoru og ferlega afbrýðisamir hvor út í annan.Sígaunar blandast svo inn í plottið og ég var soldin tíma að fatta hvernig.Það var víst þannig að fyrir löngu var gömul sígaunakerling brennd á báli fyrir eitthvað og dóttir hennar var svo vond að hún rændi syni greifans sem þá var og ætlaði að henda honum á bálið en hætti við. Svo brá henni út af einhverju og hún fór mannavillt og henti syni sínum á bálið óvart. Þá var hún ferlega sorrý og tók krógan sem hún hafði ætlað að henda á bálið en hætti við að henda á bálið og tók hann að sér og ól upp sem sinn eigin son. Það var víst Manrico. Og Luna greifi er þannig bróðir Manrico enda var hann líka sonur gamla greifans sem lét brenna sígaunakerlinguna.Leonora heldur einhverra hluta vegna að Manrico sé dauður og ákveður að ganga í klaustur en þá fer Manrico á bömmer og rænir henni úr klaustrinu. Hann hefði kannski átt að láta duga að segja henni að hann væri ekki dauður en svona er Manrico. Ekkert nema dramað. Allavega söng hann nógu lengi og hátt um að hann ætlaði að giftast Leonoru og hafði uppi mikil og stór orð um að hann ætlaði að losa sig við keppinautinn Luna greifa með stóru sverði um leið og hann sveiflaði kringum sig vasahníf.Luna var hinsvegar ekki á því að láta einhvern sígaunavesaling ræna sig kvonfanginu og söng hástöfum. Smám saman kemur svo í ljós að Leonora er ekki snefil hrifin af Luna greifa enda bendir nafnið ekki til að þar sé um gæfulegan grip að ræða. Nei, hún vill bara Manrico og guð má vita hvers vegna. Nema Luna greifa tekst að handsama Manrico og er staðráðinn í að drepa hann, eðlilega. Leonóra syngur lengi og átakanlega til að bjarga lífi Manricos og á endanum syngur hún Luna greifa loforð um að ef hann þyrmi Manrico þá muni hún ganga að eiga hann, það er Luna greifa. Um leið og hún syngur þetta fær hún sér sopa af eitri og Luna greifi er svo ánægður að hann tekur ekki eftir neinu þó hún standi beint fyrir framan hann og þurfi að hálffletta sig klæðum til að ná í eiturflöskuna inn á sig.Leonora fer svo í fangelsið til að segja Manrico að hann verði ekki drepinn en hann bregst reiður við og ásakar hana um að vera eins og hverja aðra hóru sem sé tilbúin að selja sig fyrir hvað sem er. Að um hans eigin líf sé um að ræða virðist ekki hvarfla að honum og sýnir best hve sjálfhverfur sá maður er. Hann er voðalega æstur og ekki lagast það þegar Luna greifi kemur í fangelsið til að gá hvað leonora sé aðbralla. Ekki treystir hann unnustu sinni betur en þetta.Í stuttu máli þá drepur Luna greifi Leonoru, sem var að drepast hvort eð var, manrico sem var auðnuleysingi á framtíðar hvort eð var og einhverja sígaunakellingu sem var í fangelsinu líka.Svo hlær hann stórkallalega og óperan er búin.Þetta vara alveg ágætt. Fullt af frægu fólki á sýningunni og allt. Fékk mér appelsín í hléinu. Hálka á heiðinni.Kominn heim rúmlega ellefu.

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Tómasson

Höfundur

Hjalti Tómasson
Hjalti Tómasson
Höfundur er þröngsýnn og gamaldags miðaldra kótelettukarl sem saknar daganna þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og enginn hafði vit á fótbolta nema Bjarni Fel.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband