Meðaljón?

Góðan dag og megi sólin skína á vegferð ykkar allra.Ég hef komist að því að ég er dæmigerður meðaljón.

Ég meina, hversu mikill meðaljón er hægt að vera?

 Ég er á miðjum aldri, er um einnogáttatíu sem er svona meðal hæð, vinn á skrifstofu frá átta til fjögur fyrir meðallaun, á tiltölulega venjuleg börn með venjulegum konum, borða venjulegann mat, versla í venjulegum verslunum, á mjög venjulegan gráann bíl ( grár mun vera algengasti liturinn á bílum á Íslandi ) á alveg einstaklega venjulega vini sem mér eru venjulega mjög kærir. Ég er ekki frægur fyrir neitt og hef ekki afrekað neitt merkilegt gegnum tíðina ( ég ætla ekki að fara að telja barneignir til afreka eins og sumir.Hjá mér var það fremur lítil fyrirhöfn og ekkert sérlega erfitt ).  Sem sagt, ekkert sem sker mig úr fjöldanum.Þetta gerist ekki öllu venjulegra.Mesta spennan í lífi mínu í dag er hvort hægðirnar eru í lagi þegar ég sinni morgunverkunum.Það er hætt við að þegar upp rennur skapadægur og Lykla Pétur fer yfir rekisterið þá verði mér fengin bara svona venjuleg harpa eða kolaskófla ( eftir því hvoru meginn ég lendi ) og við taki eilífðin á svipuðum nótum og verið hefur. Ekkert englahlutverk fyrir mig. Ekkert áberandi hlutverk í eilífri baráttu góðs og ills frekar en í lifanda lífi

Ég veit ekki alveg hvort ég á að láta mig hlakka til eða ekki. Kannski er þetta bara það besta. Allavega er þetta fyrirhafnarminnst og maður er þá ekki gagnrýndur á meðan fyrir að gera eða geri ekki eitthvað.

 Og það er gott, eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

"Hjá mér var það fremur lítil fyrirhöfn og ekkert sérlega erfitt."

Kannski fljótlegt líka?

Heimir Tómasson, 30.1.2012 kl. 16:58

2 Smámynd:  (netauga)

Stundum er gott að grípa til málsháttarins : Aumur er umtalslaus maður ;-) ... og orðstír

deyr aldregi hveim er sér góðan getur.

Eigðu sem besta daga :-)

(netauga), 1.2.2012 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hjalti Tómasson

Höfundur

Hjalti Tómasson
Hjalti Tómasson
Höfundur er þröngsýnn og gamaldags miðaldra kótelettukarl sem saknar daganna þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og enginn hafði vit á fótbolta nema Bjarni Fel.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband