28.1.2011 | 17:01
Hugmynd til umhugsunar
Hér er hugmynd.
Launþegasamtökin ( og hugsanlega fleiri samtök ) í breiðri samstöðu senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
Öllum pólitískt kjörnum fulltrúum almennings til lands og sveita, alþingismönnum, ráðherrum, bæjarfulltrúum og öðrum æðstu embættismönnum þjóðarinnar er hér með boðið að mæta á sameiginlegan fund sem haldin verður yfir eina helgi þar sem farið verður yfir helstu atriði núverandi stjórnarskrár og skoðað hvernig embættisverk síðustu tíu til fimmtán ára samræmast henni auk þess sem boðsgestir verða fræddir um ýmis mál sem snúa að almennu siðferði, ekki endilega útfrá refsilögum, heldur að þeim verði kynnt út á hvað siðferði gengur og hvernig unnt er að samræma það stjórnmálastarfi og stjórnsýslunni almennt. Þarna koma að helstu hugsuðir og kennimenn okkar íslendinga á þessum sviðum auk fræðimanna erlendra sem voru búnir að vara okkur við en voru fordæmdir fyrir vikið. Vonandi ná þeir eyrum manna núna.
Samkundunni verður stjórnað af einstakling sem nýtur trausts meirihluta þjóðarinnar ( Páll Hreinsson til dæmis ? )
Þar sem þessir aðilar hafa ekki borið gæfu til að fara í þessa vinnu sjálfviljugir er ekki óeðlilegt að almenningur sameinist um þessa kröfu.
Sú krafa er gerð á flesta aðra hér á landi að þeir fari eftir lögum og siðferðilegum viðmiðum og mönnum sjaldnast gefið sjálfdæmi um eigin sök eins og stjórnmálamenn leyfa sér að gera.
Haldin verður skrá yfir hverjir mæta eða mæta ekki, haldið utan um eðlileg forföll svo sem veikindi eða nauðsynlegrar fjarrveru í þágu landsins og mun þessi skrá gerð opinber um leið og boðað er til þingkosninga.
Launþegasamtökin áskilja sér rétt til að leita skýringa á fjarveru boðsgesta ef hún er ekki skýrð með eðlilegum hætti.
Það sem fram kemur í rannsóknarskýrslu alþingis sem lögð var fram 12. apríl sl. er áfellisdómur yfir stjórnmálastéttinni fyrst og fremst. Fleiri aðilar fengu slæma útreið svo sem stjórnendur fjármálafyrirtækja og ýmsir aðilar sem sinna áttu eftirlitshlutverki en stjórnmálamennirnir eru þeir einu sem starfa beint í umboði almennings og því þeir einu sem við almenningur getum hugsanlega dregið til ábyrgðar og gert kröfur á að horfi í eigin störf og afleiðingarnar. Embættismenn sitja í stöðum sínum sem þjónar almennings ( sem greiðir launin þeirra og sér þeim farborða töluvert ríflegar en hann hugsar um sjálfan sig, að lokinni starfsævi ) og því ekki óeðlilegt að þeir séu einnig teknir með í hóp stjórnmálamanna.
Það eru svo annar vettvangur þar sem aðrir sem ekki stóðu sig þurfa ( vonandi ) að svara til saka.
Nánast algert vantraust sem stjórnmálamenn njóta í dag er bein afleiðing af því hvaða stefna var tekin í kjölfar skýrslunnar frægu. Í stað þess að setjast til hliðar og viðurkenna vanmátt sinn og mistök þá stóðu menn keikir og sóru af sér alla vitneskju um neitt vafasamt eða menn í besta falli báru fyrir sig vankunnáttu.
Nú er það svo samkvæmt íslenskum lögum og almennu siðferði að það telst refsivert eða ámælisvert að standa hjá og vekja ekki athygli á eða grípa inn í ef menn verða vitni að refsiverðu athæfi. Menn hafa verið sóttir til saka um slíkt.
Vankunnátta, ölvun eða heimska er ekki tekið gilt sem afsökun í dómi.
Um það eru mörg fordæmi.
Þetta er nú bara hugmynd en mér þykir hún góð og má því til með að deila henni með öðrum.
Um bloggið
Hjalti Tómasson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- laufabraud
- bjarnihardar
- bjorni0
- gattin
- hjolagarpur
- isfeldid
- ea
- fhg
- neytendatalsmadur
- gun
- rattati
- hordurjo
- jonsullenberger
- credo
- klerkur
- lydurarnason
- marinogn
- netauga
- omarragnarsson
- huldumenn
- svarthamar
- leitandinn
- siggi-hrellir
- zunzilla
- steinn33
- svanurg
- saemi7
- toshiki
- tomasellert
- thorhallurheimisson
- toro
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ágætis útópíupæling. Gallinn er sá að flokkadrættirnir hér eru með þeim þætti að það er einfalt að fela sig innan um fjöldann. Ef að eitthvað er vel gert (að þeirra áliti) þá berja menn sér á brjóst og þykjast miklir, ef eitthvað fer úrskeiðis þá fela menn sig innan flokksins. Það er flokkurinn sem að kemur þessum mönnum til valda með (að því að best er vitað) lýðræðislegum kosningum - nema vinstri grænir, þar sem hrókerað er til eftir kynjakvóta ef að kosningarnar eru ekki forystunni þóknanleg, en ég ætla ekki einu sinni að fara út í þá foráttuheimskuna og nauðgun á lýðræði.
Eins gallaðar og þær eru þá held ég að einstaklingskostningar séu það eina sem að getur komið til greina hérna. Samanber hvernig þetta er gert í USA, þar eru menn í framboði fyrir flokka en þeir eru kosnig persónulegum kosningum. Svo þegar á þing er komið geta menn rottað sig saman allt eftir eigin vilja og sannfæringu.
Víst yrði lýðræðið lausara í reipunum, en kostirnir eru einnig margir. Getur þú séð einhvern kjósa suma af þessum heilaheftu aulum sem að sitja á þingi núna nema af því að þeir eru í flokknum sem að þeim kannski finnst vera illskásti kosturinn? Heldurðu að Árni Johnsen væri á þingi, nú eða Össur? Ég á erfitt með að sjá það.
Vantraust yrði sýnt með því að þeir yrðu ekki kosnir, dómurinn yrði fall í kosningum. Og þá, hver veit, þyrftu þeir að finna sér heiðarlega vinnu.
Ég held að margir pólitíkusar myndu svelta þá.
Heimir Tómasson, 2.2.2011 kl. 05:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.