26.1.2011 | 01:27
Eitt eymdarlegt ákall til vorra guðumbornu leiðtoga.
Ástkærir leiðtogar vorir heilög Jóhanna af Samfó og St. Sigfússon af VörGum.
Það er af dýpstu auðmýkt og af hreinum huga sem vér berum upp tilfallandi bænakvak vort í von um að þér finnið í göfugu hjarta yðar þá náð að líta til oss með velþóknun, lítilmagnans sem nú á fátt eftir nema fyrningar frá því í fyrra og litla von um bjartari framtíð.
Vér biðjum bænarinnar sem þér kennduð oss af visku yðar æ ofan í æ en ekkert verður oss til bjargar.
" Þetta reddast, þetta reddast " kyrjum vér í kór dagana langa en okkur finnst eins og vér höfum verið yfirgefin, oss líður sem einmana reköldum utan siglingaleiða en ekkert verður til að gleðja augu vor, aðeins grátt tómið og í besta falli einn og einn farfugl á leið til London eða Tortola.
Lengi höfum vér nú beðið bjargræðisins sem þér af náð yðar lofuðuð oss fyrrum en einhverra hluta vegna þá hefur það farið fram hjá oss lítilmagnanum á leið sinni út í hinn stóra heim. Oss tekur í hjartastað að verða vitni að flugi fuglanna án þess að þér getið með nokkru móti haft þar áhrif á þó þeir fljúgi með bjargráðin í klóm sínum, yður og öllum velhugsandi mönnum til hryllings og armæðu. Þeir virðast eitthvað svo frjálsir og tígulegir á ferð sinni um himingeiminn, lausir við daglegt streð og áhyggjur af velferð sinni og unganna sinna.
Meðan sitjum vér í kuldanum og grátum yfir hungri barna vorra og bensínlausum bílnum. Engin Stöð tvö og sum af oss hafa eigi til útlanda komið í tvö ár sökum fátæktar og harðinda þeirra sem nú yfir oss dynja.
Sú ógurlega óværa og óguðlega ribbaldar af kyni Bankamanna gera reglulega strandhögg í byggðir vorar og valda búsifjum miklum og virðist ekkert til varnar. Vér höfum ráðið oss skykkjuklæddar hetjur lagabókstafsins með miklum tilkostnaði en allt kemur fyrir ekki. Eyðingin vex og vex. Skjaldborg sú sem yður, af óendanlegri náð, þóknaðist að lofa að slá kringum byggðir vorar hefur ekki reynst þessum arga kynþætti nein fyrirstaða og einnig verðum vér að bera oss illa undan skattheimtumönnum yðar sem vér þó vitum að ganga harðar fram en þér hafið heimilað.
Vér vitum og treystum að þér, hið eðalborna kyn sem kennir sig við þá æðstu tík, Pólitík, lítið til oss með velþóknun og grípið til þeirra bragða sem þér hafið áður beitt fyrir yður á erfiðum stundum og ávallt hafa gefið góða raun. Vér vitum um annir yðar og oss þykir sárt að ónáða yðar velborinheit með svo lítilsigldu kvaki en verði ekkert að gert mun land vort smám saman verða óbyggilegt og sú gamla þjóð sem hér hefur kúrt frá alda öðli, gegnum hafísár og harðindakafla, eldgos og jarðskjálfta, ánauð og hungur, mun deyja út eða hverfa í haf þjóðanna. Eftir munuð þér ríkja yfir auðu skeri og engan fýsa hér að koma en aðeins verða til sem Grýla fyrir börn og fyrirmynd hrellimyndum gerðum í borg hins heilaga viðar í ævintýralandinu USA.
Megi góður guð vaka yfir velferð yðar og barnanna yðar svo ekkert illt megi yfir yður eða ætt yðar ganga að eilífu.
Um bloggið
Hjalti Tómasson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- laufabraud
- bjarnihardar
- bjorni0
- gattin
- hjolagarpur
- isfeldid
- ea
- fhg
- neytendatalsmadur
- gun
- rattati
- hordurjo
- jonsullenberger
- credo
- klerkur
- lydurarnason
- marinogn
- netauga
- omarragnarsson
- huldumenn
- svarthamar
- leitandinn
- siggi-hrellir
- zunzilla
- steinn33
- svanurg
- saemi7
- toshiki
- tomasellert
- thorhallurheimisson
- toro
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Hjalti; æfinlega !
Hefði vart; getað verið betur orðað, í kveinstöfum 17. og 18. alda fólks, sem þessi myndræna og sannferðuga lýsing þín, vísar til, Hjalti minn.
Jú; jú, Stöðvar 2 leysið - sem og niðurfall Sólarlanda ferða, hinna ýmsu smáborgara, í hinu óborganlega samfélagi okkar, hlýtur að taka í víða, Hjalti minn.
Hvað þá; að hafa ekki ráð, á 250 - 300M2 einbýlis húsunum (fyrir 2 - 4 hræður, cirka), hlýtur einnig, að taka út, yfir allt.
Jah; þá má nú segja, að kröfugerð okkar;; minnar konu og dóttur, í 76M2 rými, sé ólíðanlega hógvær, eða;; hvað sýnist þér, ágæti drengur ?
Með; hinum beztu kveðjum, austur yfir fljót, sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason 26.1.2011 kl. 02:38
Vel er mælt. Vantar bara að farið sé fram á þrjár álnir vaðmáls og svona eins og pund af harðfisk.
Það er dauði og djöfuls nauð
er dyggðum snauðir fantar
safna auð með augun rauð
en aðra brauðið vantar.
- Bólu-Hjálmar.
Frábær pistill hjá þér að vanda.
Heimir Tómasson, 26.1.2011 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.