9.1.2011 | 22:19
Þolinmæði
Ég er þolinmóður maður. Satt að segja þá er ég þekktur fyrir hve þolinmóður ég er og seinþreyttur til vandræða. Konan mín pirrar sig að vísu stundum á þolinmæðinni t.d. finnst henni með ólíkindum hve þolinmóður ég er gagnvart upvaskinu, hún skilur ekki að mér liggur ekkert á, mér finnst allt í lagi þó ég klári kaffið mitt og blöðin og kíki jafnvel á bloggið áður en ég vind mér í húsverkin en ég tek aðfinnslum hennar af stakri ró og strýk henni um huppinn og þá fer hún bara út til að róa sig og ég klára að hvíla mig áður en ég vaska upp sæll og glaður. Málið dautt.
Og ég á nær ótakmarkaða þolinmæði gagnvart gömlum konum fyrir framan mig í biðröðinni þó þær þurfi að telja upp úr buddunni sinni eða bílstjórum sem aldrei hafa náð fyllilega tökum á að keyra bílinn sinn innan um aðra í umferðinni. Allt þetta læt ég yfir mig ganga og hugsa gjarnan sem svo ( um leið og ég brosi skilningsríkur ) að hver verði nú að eiga með sig og nógur sé nú tíminn.
Þolinmæðin hefur oftar en ekki reynst mér vel. Hún hefur dugað vel á fólk sem hringir og vill selja mér eitthvað. Ég hef komist að því að þolinmæðin, sem kostar mig ekki neitt, er þessu fólki nokkuð dýr því meðan þau eru að reyna að sannfæra mig um ágæti vöru sinnar þá eru þau ekki að selja einhverjum sem hefur minna úhald eða þolinmæði en ég. Það hefur tekið þetta fólk dálítinn tíma að fatta þetta en flest eru búin að átta sig og því vegna er ég nú nánast laus við þessar hringingar frá ákveðnum aðilum sem sáu í mér nokkuð örugga tekjulind áður en ég breytti háttum mínum. Hinsvegar á ég orðið töluvert af bókum sem ég hef í einhverju bríaríi fengið lánaðar á árum áður því þolinmæði mín er úthaldsbetri en minni vina minna.
Það eina sem hugsanlega raskar ró minni og reynir á þolinmæðina eru stjórnmálamenn. Ég veit ekki alveg hvað það er sem fer svona í mig en einu skiptin sem ég þarf verulega taka á og vara mig á þrýstingnum er þegar stjórnmálamenn koma fram í fjölmiðlum og tala heil ósköp um ekki neitt. Mér er meinilla við að láta ljúga upp í opið geðið á mér og ég er enn ekki búinn að fyrirgefa þeim að hafa mig að fífli um síðustu kosningar. Auk þess að vera þolinmóður þá er ég örlítið trúgjarn þegar kemur að fólki í opinberum stöðum. Einhvernveginn þá er maður alin upp í þeirri trú að því hærra sem menn eru í þjóðfélagsstiganum þá sé trúverðuleiki þeirra meiri. Hver vill til dæmis trúa því að þingmaðurinn hans gangi um ljúgandi ? Ekki ég, svo mikið er víst !
Og þó ég sé seinþreyttur til vandræða og flestum mönnum þolinmóðari þá verð ég að viðurkenna að stundum örlar á pirring í huga mínum. Ég fæ semsagt ekki séð að neitt gangi að uppfylla loforðin sem mér voru gefin fyrir um það bil tveimur árum um Nýtt Ísland þar sem allt væri upp á borðinu og allir myndu una glaðir við sitt, sekir menn dregnír fyrir dóm, hæfileikalausir stjórnmálamenn sneru sér aftur að líffræðinni eða fiskræktinni eða fé yrði sótt til baka í vasa fjárglæframanna og unnið markvisst að því að hífa okkur upp úr drullupollinum.
Ekkert af þessu er að rætast og þolinmæðin er verulega farin að minnka.
Um bloggið
Hjalti Tómasson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- laufabraud
- bjarnihardar
- bjorni0
- gattin
- hjolagarpur
- isfeldid
- ea
- fhg
- neytendatalsmadur
- gun
- rattati
- hordurjo
- jonsullenberger
- credo
- klerkur
- lydurarnason
- marinogn
- netauga
- omarragnarsson
- huldumenn
- svarthamar
- leitandinn
- siggi-hrellir
- zunzilla
- steinn33
- svanurg
- saemi7
- toshiki
- tomasellert
- thorhallurheimisson
- toro
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Suss, passaðu þrýstinginn maður...
Heimir Tómasson, 10.1.2011 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.